Fara í aðalefni  

Polestar 6 LA Concept edition

Verð 29.560.000 kr.
Langtímaleiga á mánuði í 36 mánuði 768.560 kr.

Um Polestar 6 LA Concept edition

Sænski rafbílaframleiðandinn Polestar, hreinræktaður hágæða framleiðandi rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur tekið ákvörðun um að þróa hugmyndabílinn Polestar O₂ til framleiðslu og sölu á almennum markaði. Polestar O₂ hugmyndabíllinn er harðþaksblæjuroadster með afburða aksturseiginleika og spennandi akstursupplifun. Polestar 6 LA Concept edition verður framleiddur í takmörkuðu, númeruðu, upplagi sem nemur aðeins 500 bílum.

Skilmálar

Þegar hugmyndabílar þróast yfir í framleiðsluútgáfur þá getur hönnun og tæknilegir eiginleikar framleiðsluútgáfunnar tekið breytingum frá hugmyndabílnum. Með því að senda inn ósk um frátekningu á framleiðsluplássi og greiða staðfestingargjaldið staðfestir þú að þú ert aðeins að taka frá mögulegt framleiðslupláss fyrir lokaframleiðsluútgáfuna og ekki að panta eða kaupa bíl. Vinsamlegast athugaðu að framleiðsluárið og verðið er einungis áætlað og getur tekið breytingum áður en að hægt er að ganga frá kaupum á framleiðslútgáfunni.

Tryggðu þér framleiðslupláss á Polestar 6 LA Concept edition

Áætlað framleiðsluár er 2026 og áætlað verð er USD 200.000 en framleiðsluár og verð getur breyst. Staðfestingargreiðsla er USD 25.000 og skal greiðast með bankamillifærslu innan 10 virkra daga frá þeim degi sem ósk um framleiðslupláss er send inn. Staðfestingargjaldið er hægt að fá endurgreitt og þá fellur niður frátekning á framleiðsluplássi. Þar sem aðeins 500 framleiðslupláss eru í boði á heimsvísu þá fær Ísland aðeins úthlutað örfáum plássum og því forgangsraðað eftir fyrrgreindri dagsetningu og tímasetningu og 10 dögum seinna verður forgangsraðað eftir dagsetningu á greiðslu staðfestingargjalds. Tryggðu þér framleiðslupláss á Polestar 6 LA Concept edition með því að smella hér

Aðrir sambærilegir bílar

Polestar 6 LA Concept edition
Verð
29.560.000 kr.
  • Sjálfskipting
  • Rafmagn
  • Fjórhjóladrif
  • 4 sæta
Afhending:
Til afgreiðslu september 2026
Birgðastaða:
Í pöntun
Innrétting:
Ljóst áklæði - Svart innanrými
Litur:
Sky (Ljósblár)
Meira
Nýir bílar | Brimborg

Spjallmenni