Aukabúnaður umfram staðalbúnað
Sérlitur, þráðlaus símahleðsla
Viltu breyta bíl í pöntun?
Ef þú vilt breyta nýjum bíl nákvæmlega að þínum smekk t.d. lit, innréttingu eða búnaði og þú finnur ekki þannig bíl í Vefsýningarsalnum þá er hægt að breyta bílum sem eru í pöntun með aðstoð söluráðgjafa. Þú sendir okkur pöntun / fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn „HAFÐU SAMBAND“ og lætur okkur vita hverju þú vilt breyta. Söluráðgjafi verður í sambandi við þig um hæl með nánari útfærslu.
Verð- og búnaðarlista getur þú skoðað með því að smella hér
Hér fyrir neðan er helsti búnaður í þessum bíl.
Innrétting
Bílstjórasæti hækkanlegt, aftursæti skipt 1/3 – 2/3 niðurfellanlegt bak, upphitanleg framsæti, fjölaðgerðarvelti- og aðdráttarstýri, innispegill með sjálfvirkri dimmingu, armpúði milli framsæta, innrétting með hærri millistokki
Stjórntæki
Snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun, stjórnað með MyPeugeot app tengt snjallsíma, hraðastillir með hraðatakmarkara, rafdrifnar rúður að framan og aftan, fjarstýrð samlæsing – kveikir á aðalljósum og afturljósum með því að ýta 3x á takka, miðstöð með varmadælu (sparar rafmagnið í samanburði við venjulega miðstöð, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu (AC), i-Cockpit mælaborð með 3,5“ stafrænum skjá, rafdrifin handbremsa, rafdrifnir upphitaðir hliðarspeglar, stopp-start rofi í mælaborði og tvær fjarstýringar, þrjár akstursstillingar: Eco, Normal og Sport, raffellanlegir útispeglar
Hljómtæki og samskiptakerfi
Mirror Link, Apple Carplay og Android Auto snjallsímatenging, 7“ margmiðlunarskjár, útvarp, 6 hátalarar, Bluetooth, USB tengi
Öryggi
Öryggisloftpúðar að framan, í hliðum sæta og loftpúðagardínur að framan og aftan, snjallhemlun (Active City Break), veglínuskynjun, umferðaskiltalesari, E-Call neyðarhringing í 112, regnnemi í framrúðu, bakkmyndavél 180 Visiopark, nálægðarskynjari að aftan
Utan
17“ álfelgur – Diamond effect, málmlituð svunta á framstuðara og á neðri hluta hliðarhurða, langbogar á toppi (Shiny black), Led dagljós í framstuðara, hleðslukapall Týpa 2, innbyggð hleðslustöð 7,4 kW – 1 fasa
Helstu mál
Lengd: 4,300 m - Breidd m/speglum: 1,770 m - Hæð: 1.,550 m - Veghæð: 16 cm - Farangursrými: 434 L - Eigin þyngd: 1550 kg
7 ára ábyrgð á Peugeot bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Brimborg býður nú Peugeot bíla með víðtækri 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.