Verð- og leiguskilmálar

Birt kaupverð rafmagnsfólksbíla er með virðisaukaskatti, öðrum opinberum gjöldum og rafbílastyrk. Verð og skilmálar miðast við afhendingu og skráningu árið 2025 nema annað sé tekið fram.
Kaupverð rafsendibíla er birt bæði með og án virðisaukaskatts, og með rafbílastyrk. Verð og skilmálar miðast við afhendingu og skráningu árið 2025 nema annað sé tekið fram.

Kaupendur rafbíla greiða fullt kaupverð en eiga rétt á rafbílastyrk til kaupa á rafbíl ef kaupverð er undir 10.000.000 kr. Kaupandi sækir um styrk og fær úthlutað í gegnum Orkusjóð.

Kaupendur sendibíla/vörubíla í skráningarflokki N2 eiga rétt á að sækja um sérstakan rafbílastyrk, sem getur verið allt að 33% af kaupverði án vsk en þó aldrei hærri en 5. milljónir.

Nánari skilmála um rafbílastyrki má finna á www.orkustofnun.is/orkuskipti/orkusjodur

Sækja skilmála fyrir ökutæki í langtímaleigu  í pdf